Upplýsingar um svæðin

Alicante - Benidorm -La zenia - Torrevieja - Costa Blanca

Þetta eru bæir og borgir sem mikið koma við sögu hjá íslendingum í dag og sennilega meira en nokkru

sinni áður. Ástæðan er einfaldlega sú að það er orðið lítið mál að fara í heimsókn á þessa staði og það

kostar jafnvel minna en að fljúga til Alicante heldur en til Akureyrar. Fleiri og fleiri flugfélög bjóða nú flug

til Alicante sem opnar möguleika fyrir íslendinga að eiga þarna samastað. Margir velja að eiga frekar

íbúð eða hús á Costa Blanca heldur en að eiga sumarbústað á Íslandi.

 

Verð á fallegri nýrri íbúð á Costa Blanca er mjög hagstætt, en þeir sem til þekkja vilja skýra þetta

hagstæða verð að hluta til með styrkingu krónunnar og einnig að Bretar hafa verið í vandræðum með

sinn gjaldmiðil vegna útgöngu úr Evrópusambandinu. Það hefur orðið til þess að þeir eru ekki mikið að

kaupa eignir á Spáni í augnablikinu, auk þess sem óvissa er ennþá um samninga breskra yfirvalda við

Spán og Evrópusambandið og því óvíst hvort Bretar fái að halda þeim fríðindum sem þeir höfðu áður á

Spáni.

 

En það er samt líklegast og nokkuð öruggt að Bretar komi sterkir inná þennan markað aftur innan tíðar

því Spánverjar vilja ólmir hafa þá áfram.

 

Alicante flugvöllur (Aeropuerto de Alicante) er eini alþjóðaflugvöllurinn á þessu svæði. Hann var tekinn ínotkun fyrir örfáum árum síðan, er nýtískulegur og mjög þægilegur flugvöllur. Þar eru margir góðirveitingastaðir, frítt þráðlaust Internet og ýmis þægindi fyrir flugfarþega. Flugvöllurinn er í aðeins 10 til 15mínútna fjarlægð frá miðbæ Alicante. Það eru margar bílaleigur á flugvellinum og samgöngur ágætar,meðal annars gengur strætisvagn frá flugvellinum til miðborgar Alicante á 20 mínútna fresti allan daginnog eitthvað fram á kvöld. Einnig er auðvelt að taka leigubíl í bæinn og kostar leigubíll cirka 20 til 30 evrur. Stór og góð lestarstöð er í Alicante og þaðan er hægt að ferðast víða eins og til Valencia, Barcelona, Madrid og margra annarra staða.

 

Veðrið er auðvitað yndislegt.

Meðalhitastig í Alicante er um 24 gráður yfir árið. Yfir vetrarmánuði er sjaldgæft að hiti fari niður fyrir

fimmtán gráður en sumrin eru mjög heit og er meðalhiti þá 33 gráður. Það er hægt að spila golf allt árið á

Alicante svæðinu og til að mynda hægt að spila golf í desember í 15 til 20 stiga hita. Það eru tvö hótel

sem við mælum sérstaklega með á Alicante ef þú ert að fara til að spila golf. El Plantio er hótel sem er

einungis í 5 mínútna aksturs fjarlægð frá flugvellinum og því upplagt að gista þar fyrstu nóttina, ef ferðinni

er heitið niður á Torrevieja svæðið. Þetta er yndislegt íbúðar hótel og íbúðirnar eru ótrúlega stórar,

snyrtilegar og þægilegar. Golfvöllurinn á Plantio er í bakgarðinum og er mjög fallegur og skemmtilegur.

Annað hótel sem er aðeins lengra frá flugvellinum og nær Benidorm er Alicante Golf hotel. Það er einnig

mjög þægilegt hótel en ekki með eins flottar íbúðir og El Plantio en þar er góður matur og öll aðstaða

flott, auk þess er golfvöllurinn skemmtilegur.

Meðal áhugaverðra staða í Alicante borg er Santa Bárbara kastalinn sem er táknrænn fyrir borgina og

gnæfir hann 166 metra þar yfir. Það er mjög fallegt að horfa yfir borgina efst úr kastalanum og til hafs.

Það er hægt að keyra upp í kastalan, ganga upp að honum og auk þess er lyfta í boði á toppinn.

Verslun í Alicante er í blóma og þarna er að finna flestar merkjaverslanir sem við þekkjum á Íslandi.

Einnig er alltaf gaman að fara í verslunarmiðstöðina El Corte Inglés þar er hægt að kaupa svo til allar

helstu merkjavörur og ýmislegt fleira sem hugurinn girnist. El Corte Inglés er rétt hjá lestarstöðinni á

Alicante.