Torrevieja 2
11.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
3 herb.
71 m2
11.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
2016
Brunabótamat
0
Fasteignamat
0

Eignalind fasteignasala

og Sumareignir.is kynna

Hér er um að ræða Nýjar tveggja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir rétt við ströndina í Torrevieja. Torrevieja er yndislegur bær þar er mikið úrval matsölustaða, líflegur markaður, falleg strönd og skemmtilegar gönguleiðir. Þá eru góðir golfvellir eins  og Campoamor, Villa Martin, Las Ramblas og Las Colinas í tíu til fimmtán mínútna akstursfjarlægð. 


Sundlaugagarðurinn er með fallegum sundlaugum. Þetta eru góðar leiguíbúðir vegna staðsetningar þar sem stutt er í golf, strönd og alla þjónustu.
Hér er allt við hendina og öll þjónusta í göngufæri og í raun óþarfi að hafa bifreið. Þetta eru kosy íbúðir og er hægt að kaupa hér íbúðir með þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, einnig eru hér íbúðir á tveimur hæðum með þremur svefnherbergjum og þremur baðherbergjum og þá með einka þakverönd. Og að lokum eru hér íbúðir með einu svefnherbergi og baðherbergi.
Það er falleg sameiginleg sundlaug í þessum íbúðar kjarna og gott leiksvæði.

Eiginleikar eignar;
Lyfta í húsinu, Sundlaug, Strönd, Þaksvalir, Golfsvæði, Sólarsvalir, Gólfhiti, Nýbygging, Bílageymsla, Sjávarútsýni, Loftkæling, Sér garður, Þjónusta í göngufæri.

Mögulegt er að fjármagna hluta kaupverðs með láni frá spænskum banka.

Skoðaðu nýju síðuna okkar www.sumareignir.is
og ef þú ert golfari kíktu þá á 
www.Golfeignir.is

1. Ítarlegar upplýsingar um hverja eign getum við sent þér á tölvupósti eða þú getur hringt í okkur
2. Við erum með yfir 1000 eignir til sölu og aðeins brot er hér, ef þú finnur ekki réttu eignina hér á síðunni sendu okkur póst
    eða hringdu í okkur og við sendum þér fleiri eignir til að skoða.

Fasteignasalan Eignalind er staðsett í Kópavogi ( Sama húsi og Iceland matvöruverslun).
Við erum alltaf í leiðinni og þú getur alltaf droppað við til að spjalla við okkur um kaup og sölu á fasteignum bæði á Spáni
og Íslandi við reynum okkar besta til að aðstoða þig.

Hjá Eignalind starfa margir löggiltir fasteignasalar og lögfræðingar með áratuga reynslu af sölu fasteigna.
Við bjóðum upp á nýjar og notaðar eignir í öllum verðflokkum, frá studio íbúðum til stærstu gerð einbýlishúsa á Spáni.

Við bjóðum þér uppá að fara í skoðunarferð með okkur – þú velur hvaða daga þú vilt fljúga út.
Við náum í þig á hotelið og sýnum þér þær eignir sem þú vilt skoða og nokkrar í viðbót og síðan ákveður þú hvað
þú vilt gera ef þú kaupir fasteign aðstoðum við þig í gegnum allt ferlið. 

Ferðin út verður endurgreidd ef þú kaupir eign hjá okkur* Og jafnvel meira til. 


Við hjálpum þér að fá spænska kennitölu ganga frá lánamálum ef með þarf, einnig að kaupa húsgögn og heimilistæki ef með þarf.
Við erum ekki að leggja nein aukagjöld ofan á kaupverðið sjálfir en kostnaður við kaupin vegna ýmissa gjalda frá
ríkinu og lögfræðingum á Spáni eru um 12 til 14% ofan á verðið sem þú þarft að reikna með. 

Við erum með reynslu menntun og þekkingu til að aðstoða þig - Yfir 100 ára samanlögð reynsla við sölu fasteigna. Lögfræðingar bæði hér heima og á Spáni. Sabadell banki einn elsti banki Spánar og starfsfólk sem vinnur með okkur að bestu lausnum
fyrir þig. 

Starfsmenn: 
Sigurður: hefur mikla reynslu af fasteignasölu og hefur starfað við sölu fasteigna með góðum árangri frá árinu 2004. Einnig hefur Sigurður mikla reynslu af markaðssetningu á netinu og erlendum viðskiptum sem mun nýtast vel í samskiptum við erlenda byggingaraðila, fasteignasala og allt kerfið á Spáni.   Simi hjá Sigurði er 616 8880

Ellert: hefur starfað við fasteignasölu lengur en flestir aðrir í bransanum og á marga fasta kúnna sem versla hvergi annarsstaðar en gegnum Ella það segir meira en mörg orð. Við á Golfeignum.is og Eignalind fögnum því að hafa svo virtan og góðan starfsmann innan okkar raða. Elli þekkir mjög vel til á Costa Blanca og er sjálfur nýlega búinn að festa kaup þar á fasteign. Hringdu í Ella ef þig vantar góð ráð og aðstoð sími hjá Ella 8934477 

Jónas: Jónas hefur starfað sem lögmaður og fasteignasali í fjölda ára og það er mjög ánægjulegt og gott að hafa svo reyndan lögmann okkur til aðstoðar við öll okkar viðskipti og samskipti við þá erlendu aðila sem við erum í samskiptum við. Okkar viðskiptavinir geta alltaf leitað til Jónasar með öll sín mál er varðar þeirra kaup á fasteign á Spáni. Sími hjá Jónasi er 770 8200


10% IVA  sem er sérstakur spænskur söluskattur sem leggst ofan á kaupverð eignarinnar. Gera má ráð fyrir allt að 2% kostnaði vegna stimpilgjalda og fleira við kaupin. Reikna má með að við kaup á eign á Spáni geti aukakostnaður ofan á verð numið um 12%.

 

Pantaðu frítt verðmat og skoðaðu ráðleggingar um sölu fasteigna á 
www.verdmat.is

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.